Fræðsla um fjölmenningu og fordóma

Mannflóran býður uppá fræðslu um fjölmenningu og fordóma í íslensku samfélagi fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir. Fræðsla Mannflórunnar hentar vel fyrir fyrir nemendur og ungmenni á öllum skólastigum, jafnt og fyrir starfsfólk á skóla- og frístundasviði.

Einnig hentar fræðslan vel fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja auka jafnrétti og inngildingu í starfsemi sinni. Fræðslan byggir bæði á fræðilegri þekkingu á kynþáttafordómum og einnig eigin reynslu Chanel af fordómum í íslensku samfélagi.

Umsagnir um fræðslu Mannflórunnar

„Við hjá Háaleitisskóla Reykjanesbæ, fengum heimsókn og fræðslu frá Chanel Björk / Mannflóran um fjölmenningarleg skólaumhverfi og það var frábær, þetta er nauðsynlegt og það er hægt að panta svona fræðslu fyrir grunnskólar eða fyrirtæki hjá mannfloran.is . Ég mæli alveg með”

— Silvia Villaverde Bjorgvinsdottir, kennari í Háaleitisskóla v/ Ásbrú

„Mér fannst fræðslan mjög áhugaverð, hún náði vel til nemenda og þau voru áhugasöm um efnið. Fyrirlesturinn var skemmtilegur og fjölbreyttur og verkefnið sem nemendur unnu svo eftirá var mjög skemmtilegt og fékk nemendur til að hugsa og ræða saman.”

— Kennari í FSU

„Chanel kom til okkar í Helgafellsskóla og hélt fræðslu fyrir miðstig. Frábær fræðsla sem var vel sniðin að hópnum og vakti alla til umhugsunar.”

— Málfríður Bjarnadóttir, Deildarstjóri í Helgafellsskóla

„Chanel Björk þekkir málaflokk Diversity, Equity & Inclusion mjög vel, kemur efninu faglega frá sér og á auðvelt með að halda athygli fólks. Chanel varpar upp vinklum sem hvítur íslendingur áttar sig ekki endilega á og fær fólk til að hugsa hlutina í nýju samhengi. Við höfum öll gott af því að máta okkur við íslenskan veruleika í fjölmenningar samfélagi.”

— Berglind Ingvarsdóttir, Össur

Chanel Björk hefur haldið fræðslur frá því á árinu 2021 fyrir nemendur í grunnskólum, menntaskólum, starfsfólki á skóla og frístundasviði og einnig fyrir háskólanemendur og fyrirtæki. Fræðslan byggir á fræðilegri þekkingu og snertir á grunnhugtökum eins og:

  • Kynþáttafordómum

  • Menningarfordómum

  • Öráreiti

  • Forréttindum

Íslenskt samhengi

Oft er talið að umræðan um rasisma og kynþáttahyggju eigi ekki við á Íslandi, því Ísland hefur ekki sömu sögulega tengingu við kynþáttaníð líkt og í Bandaríkjunum. En rasismi er raunverulegt vandamál á Íslandi og fólk af erlendum uppruna verður endurtekið fyrir fordómum vegna uppruna og húðlitar. Í fræðslu Mannflórunnar eru dæmisögur úr íslenskt samhengi dregnar fram og þátttakendur eru hvattir til að taka virkan þátt í opnum umræðum um viðfangsefnið.

Chanel hefur einnig haldið fræðslur í samstarfi við Miriam Petra Ómarsdóttir Awad og Mannflóran hvetur áhugasama gjarnan til að kynna sér verkefni hennar.

  • Fyrir hvern?

    Nemendur á öllum skólastigum jafnt og kennara og starfsfólk á skóla- og frístundasviði. Einnig hentar fræðslan fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja auka þekkingu og inngildingu í starfsemi sinni. Mannflóran býður einnig uppá sérsniðin fræðsluerindi fyrir stofnanir og fyrirtæki sem vilja takast á við einstök vandamál hvað fjölmenningu varðar í starfesmi sinni.

  • Hvar?

    Fræðslan er í boði í persónu og með rafrænum hætti (t.d. á teams eða zoom). Notast er við Mentimeter í fræðslunni sem gerir þátttakendum kleift að taka virkan þátt í kynningunni og senda inn spurningar.

  • Hvað er fræðslan löng?

    1 klst til 1.5 klst. Fræðslan er efnislega 40-60 mín og svo er spurningum þátttakenda svarað.