Mannflóran er fræðsluvettvangur um fjölmenningu í íslensku samfélagi
Verkefni
Item 1 of 3
Umsagnir um fræðslu Mannflórunnar
Málfríður Bjarnadóttir, Deildarstjóri í Helgafellsskóla
„Chanel kom til okkar í Helgafellsskóla og hélt fræðslu fyrir miðstig. Frábær fræðsla sem var vel sniðin að hópnum og vakti alla til umhugsunar.”
Berglind Ingvarsdóttir, Össur
„Chanel Björk þekkir málaflokk Diversity, Equity & Inclusion mjög vel, kemur efninu faglega frá sér og á auðvelt með að halda athygli fólks. Chanel varpar upp vinklum sem hvítur íslendingur áttar sig ekki endilega á og fær fólk til að hugsa hlutina í nýju samhengi. Við höfum öll gott af því að máta okkur við íslenskan veruleika í fjölmenningar samfélagi.”
Fjölbreytt mannflóra
Mannflóran er fræðsluvettvangur um fjölmenningu og fordóma í íslensku samfélagi.
Mannflóran býður uppá fræðsluerindi, vinnustofur og ráðgjöf fyrir skóla, stofnanir og fyrirtæki sem vilja kynna sér birtingarmyndir fordóma og rasisma, í þeim tilgangi að stuðla að jafnara og betra samfélagi. Einnig framleiðir Mannflóran efni fyrir útvarp og sjónvarp, líkt og sjónvarpsþættina Mannflóran sem voru sýndir á RÚV um vorið 2023.
Chanel Björk Sturludóttir er stofnandi og eigandi Mannflórunnar.