Nýtt hlaðvarp

Mannflóran býður uppá ferðalag um fjölmenninguna í íslensku samfélagi.

Um vetur 2024 gaf Mannflóran frá sér nýtt hlaðvarp þar sem Chanel Björk ræddi við allskonars fólk um það fallega, það erfiða og það flókna við að búa í samfélagi sem er að taka á sig fjölbreytta mynd. Við heyrðum frá fólki af erlendum uppruna, um reynslu þeirra, skoðanir og vangaveltur. Einnig heyrðum við frá fólki sem hefur jafnvel engar erlendar rætur, en eru líka með pælingar um fjölmenninguna á Íslandi.

Með hverjum þætti fylgdi pistill á chanelbjork.substack.com þar sem hægt er að finna myndir, meðmæli og lesefni sem tengist því sem er rætt um í þættinum.

Fyrsta serían að hlaðvarpinu Mannflóran er í boði Íslandsbanka og Reykjavíkurborg, önnur sería er á döfinni – fylgist með!

Next
Next

Sjónvarpsþættir