Íslenska mannflóran

Þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í framhaldsþáttunum kannar Chanel og svarar djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og ræðir við ýmsa Íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.

Hægt er að hlusta á báðar þáttaraðirnar á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Hlaðvarpið Mannflóran

Væntanleg 2023

Mannflóran hlaut styrk úr frumkvöðlasjóð Íslandsbanka til að hefja hlaðvarpsþættina Mannflóran á ný. Þættirnir eru væntanlegir seinna á árinu 2023.

Previous
Previous

Sjónvarpsþættir

Next
Next

Evrópuvika gegn rasisma 2024 - Rafræna vinnustofu fyrir ungt fólk af erlendum uppruna